
Gólfhiti
er snyrtilegri og snjallari leið til að hita upp heimili þitt.
Gólfhitakerfi gefa jafna og góða hitastigsdreifingu í rýmum. Engar lagnir eru sjáanlegar, engir ofnar, engin tæring í rörum því gólfhitalagnir eru plaströr. Ef gólfhita er komið fyrir í mörgum rýmum er einfalt að stýra hita sérhvers rýmis. Sjálfvirkir lofthitastýrðir nemar geta verið staðsettir í sérhverju rými, tengdir við loka á gólfhitakistu sem stjórna innrennsli vatns á viðkomandi gólfsvæði.
Kostir
Rýmisnýting & Hönnunarfrelsi
Með gólfhita er hægt að innrétta án þess að fyrirferðamiklir ofnar taki upp dýrmætt pláss. Ekki mun því þurfa lengur að skipuleggja sig í kringum ofna.
Virkar með öllum gólfefnum
Gólfhiti hindrar ekki gólfefnaval þar sem hann virkar með öllum gólfefnum. Vert er þó að minnast að gólfhiti finnst mismunandi vel, sem ákvarðast af efniseiginleikum gólfefnisins.
Orkunýting
15 - 30% sparnaður að jafnaði
Hefðbundna ofna þarf að keyra upp í háan hita til að hita herbergi á áhrifaríkan hátt, en með gólfhita sem lagður er jafnt og þétt er hægt að ná sömu niðurstöðum með mun lægra vatnshitastigi sem keyrt er inná kerfi.
Ofnar hita fyrst loftið sem er næst þeim og mynda hringrás þar sem herbergishiti er hæstur við loft og lægstur við gólf. Þar sem flestir ofnar eru staðsettir við glugga verður til mikið orkutap þegar gluggar eru opnaðir á meðan verið er að hita rými.
Með gólfhita kemur hlýja frá gólfi og útrýmir möguleikann á því að kaldir blettir myndist í rýmum vegna jafnari dreifingu.