Algengar spurningar
Gólfhitafræsing með PE-RT rörum:
85.000kr + vsk fyrir 0 - 10 fermetra
Gólfslípun:
25.000 + vsk fyrir 0 - 20 fermetra
Já það þarf að flota eftir fræsingu, það er til að bæði verja rörin og gefur betri hitaleiðni. Einnig þurfa gólfin að vera slétt fyrir gólfefnið sem er lagt.
Verkefni undir 100 fermetrum í gólfhitafræsingu klárum við oftast á einum degi en ekkert verkefni er eins og aðstæður geta verið mismunandi.
Við reynum að vera röskir með öll verkefni en á sama tíma viljum við frekar taka okkar tíma í að ræða við viðskiptavini og skila góðu verki af okkur svo það allt sé eins og viðskiptavinur hafði ímyndað sér.
Já við erum með trausta og löggilda pípara á okkar snærum sem sjá um að tengja gólfhitakistur ásamt allri almennri pípulagnavinnu fyrir okkar viðskiptavini.
Þegar það er lagður gólfhiti í stórt rými þarf að versla gólfhitakistu,hringrásardælu og ýmsa aukahluti. Svona kerfi kosta í kringum 160.000kr og svo bætist við kostnaður ef farið er í þráðlausa hitastýringu*. Að lokum bætist við tímagjald pípara við uppsetningu kerfisins sem er breytilegt eftir aðstæðum, þó er alltaf hægt að reikna með hálfum til heilum degi hjá pípara sem fer í það að tengja kerfið.
*ATH: Best er að hringja í lagnaverslun og fá áætlað verð - verð skrifað hér var árið 2016.
Fræsing/slípun/sögun: Ekki er rukkað hærra verð fyrir verkefni út á landi nema í þeim tilfellum sem þarf að gista eða þegar verkefni eru lítil.
Flotun: Fer eftir efnismagni sem þarf að flytja og vegalengd.
Já gólfið þarf að vera slétt áður en það er fræst fyrir gólfhita þar sem vélin getur ekki farið yfir miklar ójöfnur. Ef gólfið er ekki slétt þarf að slípa eða jafnvel flota ef það er allt í holum en við bjóðum upp á að bæði slípa og flota.
Þökk sé stóru filterum og öflugu sogi í okkar ryksugum kemur lítið sem ekkert ryk. Við leggjum mikið á okkur að ganga alltaf snyrtilega um verkstað.
Já við tökum að okkur að fræsa úti í steypu, hinsvegar þarf að vera rétt veður í það.
Já það þarf pípara til að tengja gólfhitakistuna sem við getum útvegað - viðskiptavinir hafa aðsjálfsögðu frjálst val að skaffa sínum pípara.
Við fræsum 2cm niður fyrir 16mm gólfhita PE-RT rörum en komumst dýpst með þau í 3cm.
Það er undir verkkaupa að ákveða það en við mælum með að setja undir flestar innréttingar þar sem algengt er að færa innréttingar ef eignin er seld eða tekin í gegn eftir langan tíma. Þá er ekki gott að hafa kalda bletti þar sem gömlu innréttingarnar voru staðsettar.
Já við fjarlægjum allt ryk, múrbrot og rusl sem er eftir okkur. Við leggjum mikla áherslu á að vinnuaðstaða sé snyrtileg.
Nei við fræsum ekki í timburgólf og mælum ekki með að það sé gert.
Við höfum 15cm bil á milli röra að jafnaði eða minna (sumsstaðar þarf að hafa minna bil t.d. í rýminu þar sem gólfhitakistan er staðsett). Við fræsum 10cm frá veggjum og höfum gólfhitarörin þéttari við glugga og kalda útveggi.
Við notumst við 16mm PE-RT gólfhitarör. Veggþykkt röranna eru 2mm.
